Sláturfélag Suðurlands, sem flytur inn áburð frá Yara, birti áburðarverðskrá sína fyrir árið 2008 þann 28.janúar. Við samanburði á fullu verðlistaverði, þ.e. júníverðum, kemur í ljós að hækkunin er á bilinu 36-80% eftir tegundum. Þá minnkar framboð tegunda en þrjár blöndur sem voru á markaði falla nú út. Mest er hækkunin á svokölluðum OPTI-P sem er súperfosfat sem notað er ef auka þarf fosfórskammtinn. Minnst er hækkunin á OPTIKAS (N27) eða 36%. Algengar blöndur eins og 24-4-7 og 21-4-10 hækka um 73 % og 66 %. Miðað við ca. 110-115 kg. köfnunarefni á ha fer túnaskammturinn í 25.000 – 30.000 kr. Blöndur sem eru ekki lengur á boðstólum eru 25 – 2 – 6, 20 – 5 – 7 og 18 – 6 – 12. Verð hér að ofan miðast við fullt verð í júní, ef pantað er fyrir febrúarlok fæst 10 % afsláttur sem fer síðan lækkandi.
Gera má ráð fyrir að fleiri áburðarsalar birti sína verðskrá á næstunni. Verðskrá YARA