Ný reglugerð um greiðslumark sauðfjár

Fyrir skömmu síðan var gefin út ný reglugerð (nr. 11/2008) um greiðslumark á lögbýlum 2008-2013. Reglugerðin er gefin út í samræmi við nýjan sauðfjársamning sem hefur tekið gildi.
Reglugerð um greiðslumark á lögbýlum fjallar um beingreiðslur í sauðfjárrækt en heildargreiðslumark er nú 368.457 ærgildi og verður svo út samningstímann 2008-2013. Það má segja að tvær meginbreytingar séu frá fyrri reglugerð, annarsvegar að jöfnunargreiðslur falla niður og verður breytt í hefðbundið greiðslumark samkvæmt ákvæðum í reglugerðinni. Hinsvegar ber Matvælastofnun (áður Landbúnaðarstofnun) nú ábyrgð á allri stjórnsýslu beingreiðslna í stað Bændasamtakanna. Reglugerðin í heild