Vel sótt námskeið í Fjárhúsbyggingum og vinnuhagræðingu

 

Bændur á námskeiðinu ásamt Sigurði Þór og Sigurði Jarlssyni
Bændur á námskeiðinu ásamt Sigurði Þór og Sigurði Jarlssyni

Laugardaginn 8 mars var haldið námskeiðið Fjárhúsbyggingar og vinnuhagræðing í Holti í Önundarfirði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands. Námskeið þetta tókst í alla staði mjög vel og sóttu það einir 14 aðilar úr Ísafjarðarsýslum. Kennsla var í höndum Sigurðar Þórs Guðmundssonar ráðunautar og hafði hann að orði að þetta var eitt af betur sóttu námskeiðum.