Fjöldi manns komu á hátíð Búnaðarfélags Mýramanna, í Lyngbrekku í dag. Þar voru til sýnis ýmis tæki og tól og fyrirtæki sýndu varning og fólk gat smakkað á ýmsum landbúnaðarvörum.
Opið fjós var í Þverholtum og þangað kom mikið af fólki að skoða.
Skemmtiatriði voru þar sem komu fram ýmis söngatriði og Leikfélag Reykdæla sýndu atriði úr “Þið munið hann Jörund”