Umsóknir um styrki í Ísland allt árið – þróunarsjóður

Í tengslum við „Ísland allt árið” hefur iðnaðarráðuneytið tekið höndum saman við Landsbankann og komið á fót þróunarsjóði til að styrkja álitleg heilsársverkefni í ferðaþjónustu. Sjóðurinn mun einkum styrkja fyrirtæki sem þegar eru starfandi í ferðaþjónustu og hafa mótaða viðskiptahugmynd.

Sjá nánar á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands með því að smella hér.