Fagráð í nautgriparækt stóð fyrir ráðstefnu 30. nóvember 2011 þar sem tekin voru fyrir málefni er tengdust kynbótastarfi í nautgriparækt. Á ráðstefnunni, sem haldin var í Bændahöllinni, var m.a. rætt um árangur kynbótastarfsins, breytingar á áherslum í ræktunarstarfinu á undanförnum árum, nýjungar í kynbótum og nýjar leiðir, kynbætur á grundvelli upplýsinga um erfðamengi, árangur skipulagðrar blendingsræktar, ræktunarstarf í nálægum löndum o.fl. (af vef BÍ)
Á heimasíðu BÍ er hægt að nálgast glærur frá ráðstefnunni. Smellið hér til að skoða.