Ullarverð 2011 – 2012

runingur

Gengið hefur verið frá samningi milli Ístex, LS og BÍ um ullarverð sem gildir frá og með 1. nóvember sl. og til októberloka 2012. Verðskráin hækkar um 5,1% frá fyrra ári. Það er talsvert minna en kjötverð hækkaði í nýliðinni sláturtíð. Ástæða þess er að innlagt ullarmagn hefur aukist verulega undanfarið. Framleiðslan var ríflega 1.000 tonn á síðasta ár sé miðað við óþvegna ull og úr henni urðu 785 tonn af hreinni ull. Ullarframleiðslan hefur aukist um rúm 100 tonn síðustu ár. Þar sem greiðslur fyrir ull skv. sauðfjársamningi eru föst fjárhæð en ekki framleiðslutengd þá dreifist hún nú á fleiri kíló en áður. Ístex hefur þó hækkað sínar greiðslur verulega á milli ára og hlutur fyrirtækisins í ullarverði er 40% hærri en á síðasta ári.

Verðskráin er eftirfarandi:
H1 – Lamb: 740 kr/kg
H2- Lamb: 680 kr/kg
H1: 680 kr/kg
H2: 590 kr/kg
M1 – Svart: 590 kr/kg
M1- Mórautt: 590/kr kg
M1- Grátt: 590 kr/kg
M2: 110 kr/kg
Úrkast: -10 kr/kg
Greitt fyrir flokkun: 25 kr/kg

Samningurinn kveður jafnframt á um að greiðslum verði flýtt. Fyrri greiðsla verður nú 75% heildarverðmætis í stað 70%. Ull sem skráð er í nóvember verður greidd ekki síðar en 31. jan. 2012. Ull skráð í desember og janúar verður greidd ekki síðar en í febrúarlok. Eftir þann tíma verður greitt í lok næsta mánaðar fyrir skráningarmánuð. Síðari greiðsla á síðan að fara fram fyrir 1. september 2012 á allri ull sem skráð er fyrir 1. júlí 2012.