Hádegisverðarfundur – Kornrækt í nútíð og framtíð

232
Hádegisverðarfundur verður haldinn á Hótel Hamri miðvikudaginn 23. nóvember n.k. þar sem Jónatan Hermannsson tilraunastjóri á Korpu mun fjalla um kornrækt á Íslandi. Þar verða kynntar nýjustu niðurstöður í kornrækt. Fundurinn hefst kl 12.00. Þátttökugjald er 1.850 kr.-.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Búnaðarsamtaka Vesturlands í síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 21. nóvember í síma 437-1215.

Áhugafólk um kornrækt er hvatt til að mæta.