Námskeið LbhÍ

Mikið er um áhugaverð námskeið hjá Endurmenntunardeild LbhÍ á næstunni. Sem dæmi má nefna námskeið í ostagerð, ísgerð, aðventuskreytingum, rúningi, sauðfjársæðingum og járningum og hófhirðu. Þeir sem hafa áhuga eru hvattir til að kynna sér efni námskeiðanna og fá nánari upplýsingar á heimasíðu LbhÍ.