Búnaðarsamtök Vesturlands hlutu tilnefningu sem Frumkvöðull Vesturlands 2008 fyrir Hnitsetningaverkefnið, en viðurkenningar voru veittar af því tilefni í Menntaskóla Borgarfjarðar fimmtudaginn 2. apríl. Það eru Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi sem standa að kjörinu og eru viðurkenningar veittar fyrir þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða í landshlutanum. Hnitsetningaverkefnið er samstarfsverkefni Búnaðarsamtaka Vesturlands og Landlína. Það voru þau Óðinn Sigþórsson verkefnisstjóri hjá BV og Sigurbjörg Áskelsdóttir hjá Landlínum sem tóku við viðurkenningu við hátíðlega athöfn í Menntaskólanum.