Búnaðarsamtök Vesturlands | 03/18/2009
Afkvæmarannsóknir hrúta haustið 2008
Nú er lokið uppgjöri á mögulegum afkvæmarannsóknum hér á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands. Gerðar voru upp afkvæmarannsóknir fyrir 71 bú og afkvæmahópar sem uppfylltu lágmarksskilyrði styrkhæfra rannsókna voru 645.
Aldrei hafa verið gerðar upp jafn margar afkvæmarannsóknir á starfssvæði BV og ástæða til að hvetja sem flesta sauðfjárbændur til að taka þátt næsta haust. Til þess þarf að ómmæla og dæma ákveðinn fjölda gimbra. Lágmarksskilyrði eru a.m.k. 7 ómmældar og dæmdar gimbrar og a.m.k.10 sláturlömb undan hverjum hrút. Lágmarkið er að fimm hrútar séu bornir saman. Til að sjá meira um niðurstöður haustsins, smellið hér
Yfirlit yfir allar afkvæmarannsóknirnar er hægt að nálgast til hliðar, undir “Ráðgjöf – sauðfjárrækt – skýrsluhald”