Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur 1. apríl – upplýsingar og eyðublöð

Þann 1. apríl verða næst viðskipti með greiðslumark mjólkur á svokölluðum kvótamarkaði. Þar er um breytt fyrirkomulag slíkra viðskipta að ræða. Þau munu eftirleiðis eiga sér stað á uppboði þar sem kaupendur og seljendur mætast og verð er ákvarðað. Gögn vegna kvótamarkaðarins þurfa að hafa borist til Matvælastofnunar eigi síðar en 25. mars n.k. Á heimasíðu MAST má sjá nánari upplýsingar um kvótamarkaðinn og nálgast eyðublöð. Smellið hér.

(Af vef mast.is)