Áburðarverðskrár 2011

Nú hafa verið birtar verðskrár áburðasala fyrir árið 2011 og eins og við var búist er hækkun milli ára, tilkomin vegna þróun hrávöru á heimsmarkaði.
Hjá Búgarði hefur verið birt tafla gerð af Ingvari Björnssyni ráðunaut, sem sýnir samanburð á innihaldi og verði áburðar miðað við að pantað sé fyrir miðjan mars. Þar má sjá heiti og efnainnihald tegunda og einni efnainnihald og verð miðað við að borin séu á 100 kg af köfnunarefni. Bændum er bent á að kynna sér greiðslukjör, sem geta verið mismunandi milli aðila.

Hér að neðan er tengill á töfluna af heimasíðu Búgarðs. Taflan er sett þar fram með fyrirvara um villur.

Áburðartegundir 2011