Búnaðarþing 2011 – Ræktum okkar land

Búnaðarþing 2011 var sett við hátíðlega athöfn í Bændahöllinni í gær. Þingið mun starfa fram á miðvikudag. Á vef Bændasamtakanna verður hægt að fylgjast með gangi mála á búnaðarþinginu en þar verða upplýsingar birtar jafnóðum og þær liggja fyrir, afdrif mála og ályktanir. Hægt er að nálgast upplýsingarnar með því að smella hér.

Í upphafi setningarinnar var sýnt myndband sem Bændasamtökin létu vinna þar sem tæpt er á þeim framtíðartækifærum, sem og ógnunum, sem íslenskur landbúnaður stendur frammi fyrir. Myndbandið má nálgast hér.