Starfsþjálfun í sveitum

Landssamtök sauðfjárbænda hafa tekið saman örfá orð um möguleika bænda til að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá

Samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar eru a.m.k. fjögur verkefni á vegum stofnunarinnar sem bændur hafa aðgang að. Líklega væru verkefni 1. og 2. hentugust en það fer allt eftir aðstæðum hverju sinni

Öll verkefnin eru þannig uppbyggð, að ef skilyrði eru uppfyllt, þá greiðir Vinnumálastofnun bónda þær atvinnuleysisbætur sem viðkomandi einstaklingur á rétt á og bóndi lætur þær síðan ganga áfram sem hluta af launum.

Sé einhver ráðinn sem á 100% bótarétt í fullt starf í einn mánuð fær bóndi frá VMST kr. 161.523 + 8% mótframlag í lífeyrissjóð, eða alls kr. 174.445.  Sé bótaréttur minni eða starfið ekki fullt skerðast fjárhæðirnar í samræmi við það. Það er síðan viðkomandi bónda að greiða mismun þessara launa og gildandi taxta skv. kjarasamningi + önnur launatengd gjöld.  Bóndi þarf að gefa út reikning fyrir bótunum á VMST.

Bóndi þarf að finna einhvern á atvinnuleysisskrá sem hann vill ráða í samráði við VMST.

Hér að neðan eru fjallað nánar um hvert verkefni fyrir sig.
1. Reynsluráðning.
– Verkefni til 2-6 mánaða.
Ráðningin skal fela í sér aukningu á starfsmannafjölda
Einstaklingurinn skal fá tækifæri til að öðlast reynslu á starfssviði atvinnurekanda í þeim tilgangi að stuðla að framtíðarráðningu.
Atvinnurekandi skuldbindur sig til að ráða einstaklinginn til starfa að samningi loknum í a.m.k. jafn langan tíma og gildistími samningsins kvað á um.
Samningurinn er gerður til 6 mánaða að hámarki og hann má ekki framlengja vegna sama einstaklings, nema hann hafi skerta starfsorku og þurfi nauðsynlega lengri tíma.

Sjá nánar hér.

Þeir sem vilja skoða þetta eiga að hafa samband við næstu umdæmisskrifstofu Vinnumálastofnunar.

2. Starfsþjálfun
– Verkefni til 2-6 mánaða

Ráðningin skal fela í sér aukningu í starfsmannafjölda.
Einstaklingur í starfsþjálfun má ekki hafa starfað innan greinarinnar áður eða lengri tími en 1 ár er liðinn síðan hann lét af störfum innan hennar.
Samningurinn er gerður til 6 mánaða að hámarki og hann má ekki framlengja vegna sama einstaklings, nema hann hafi skerta starfsorku og þurfi nauðsynlega lengri tíma.

Sjá nánar hér.

Þeir sem vilja skoða þetta eiga að hafa samband við næstu umdæmisskrifstofu Vinnumálastofnunar.

3. Starfsorka
– Verkefni til 6-12 mánaða

Fyrir fyrirtæki eða stofnanir sem vilja þróa nýja viðskiptahugmynd á sviði nýsköpunar eða vöruþróunar.
Ráðningin skal fela í sér aukningu á starfsmannafjölda.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands skal votta nýsköpunarvægi verkefnisins.
Framvinduskýrslu skal skilað til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eftir 3 mánuði og aftur við lok verkefnis.
Verkefnið þarf að vera til þess fallið að veita atvinnuleitanda framtíðarstarf. Samninginn má framlengja um 6 mánuði að fenginni umsögn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Sjá nánar hér.
http://www.vinnumalastofnun.is/atvinnurekandi/urraedi-og-ataksverkefni/vinnumarkadsurraedi/starfsorka/

Þeir sem vilja skoða þetta eiga að hafa samband við aðalskrifstofu Vinnumálastofnunar í Reykjavík

4. Sérstakt átaksverkefni
– Verkefni til 6. mánaða

Fyrirtæki, stofnanir eða frjáls félagasamtök geta ráðið atvinnuleitanda til að sinna tímabundnum verkefnum umfram venjuleg umsvif.(Ekki venjubundnar tarnir eins og heyskapur og/eða sauðburður).
Samningurinn er gerður til 6 mánaða og ekki framlengdur vegna sama atvinnuleitanda.
Ráðningin skal fela í sér aukningu á starfsmannafjölda.

Sjá nánar hér.

Þeir sem vilja skoða þetta eiga að hafa samband við aðalskrifstofu Vinnumálastofnunar í Reykjavík

//saudfe.is