Skipulag sauðfjársæðinga 2007 – Hrútakostur

Sauðfjársæðingarnar hefjast 30. nóvember og verða tveir fyrstu dagarnir sem frjálst val og frí á sunnudögum, síðasti sæðingadagurinn verður að þessu sinni 21. desember. Sæðingaplan er í meðfylgjandi skrá sem nálgast má hér. Hrútaskráin er komin í vinnslu og við vonum eins og alltaf að hún verði tilbúin tímanlega. Reiknað er með að halda kynningarfundi eins og mörg undanfarin ár og verða þeir kynntir síðar. Hrútakostur stöðvarinnar að þessu sinni er eftirfarandi:

Hyrndir.
00-871 Lóði frá Hesti
03-945 Lundi frá Bergsstöðum
03-957 Gráni frá Stóru-Tjörnum
03-958 Hyrnir frá Meiri-Tungu
03-987 Bylur (Hylsson) frá Skútustöðum, Mývatnssveit
04-950 Gaddur frá Hesti
04-962 Bobbi frá Sveinungsvík
04-964 Papi frá Bjarnastöðum
04-990 Jón Páll (Álsson) frá Hofsstöðum, Snæfellsnesi
05-966 Raftur frá Hesti
05-967 Blettur frá Ytri-Skógum
05-993 Kroppur (Fróðason) frá Hagalandi, Þistilfirði
06-994 Bifur frá Hesti (Arfgerðargreining v/riðusmits: Arfhreinn verndandi)
06-996 Þráður (Kveiksson) frá Hesti
06-998 Dropi frá Ytri-Skógum, Eyjafjöllum

Forystuhrútur:
03-986 Geri frá Gróustöðum, Reykhólasveit

Kollóttir.
02-933 Ormur frá Heydalsá
03-976 Spakur frá Broddanesi
03-977 Lykill frá Syðsta-Ósi
03-978 Mókollur frá Borgarfelli
03-981 Eldur frá Húsavík, Strandasýslu
04-983 Örvar frá Heydalsá Str. (Ragnari Bragas.)
05-984 Svanur frá Kambi, Reykhólasveit