Þróunar- og jarðabótaúttektir

Nú er rétt að huga að jarðabótum og úttektum. Þeir sem hafa lokið við framkvæmdir, þurfa að tilkynna það til skrifstofu BV þannig að úttekt geti farið fram. Athugið að hafa öll nauðsynleg gögn til staðar áður en til úttektar kemur.

Þeir sem óska eftir úttekt í eftirtalda flokka verða að koma upplýsingum um kennitölu, reikningsnúmer o.fl. til skrifstofu BV fyrir 10. september.

– Kornrækt (krafa er um túnkort eða málsettan uppdrátt af kornræktarlandinu)
– Beitarstjórn og landnýting
– Viðhald framræsluskurða
– Kölkun túna

Hægt er að sækja um úttekt í þessa flokka á rafrænu formi með því að smella hér. Athugið að sé sótt um úttekt á fleiri en einum lið þá þarf að fylla eyðublaðið út aftur. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð hjá skrifstofu BV.