Nýr framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands

 

Sigríður Jóhannesdóttir
Sigríður Jóhannesdóttir

Sigríður Jóhannesdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands. Sigríður er 29 ára frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Hún útskrifaðist sem búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri vorið 2004 og hóf störf hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands haustið 2005. Hjá BV hefur Sigríður stýrt ýmsum sérverkefnum auk þess sem hún hefur starfað við ráðgjöf. Sigríður er búsett á Hvanneyri, gift Júlíusi Þresti Sigurbjartssyni og eiga þau tvær dætur. Sigríður tekur við starfinu 1. desember n.k.