Sæðingar og fangskráning í Fjarvis.is

Nú eru eflaust flestir bændur búnir að taka hrútana úr ánum og einhverjir farnir að skrá fangið inn á Fjarvis.is. Margir hafa sætt einhverjar ær og er eftirfarandi ábendingum beint til þeirra.Nánari leiðbeiningar er hægt að nálgast hér

114

Þar sem hrútar eru ekki leiddir til ánna daglega um fengitímann, eru sæddar ær settar hjá hrút ásamt öðrum ám. Margir hafa það verklag að skrá númer ánna sem voru hjá hverjum hrút þegar hann er tekinn úr ánum og hópar sameinaðir. Þegar þetta er skráð strax inn í fjarvis.is vill stundum gleymast að einhverjar ær voru sæddar og þær skráðar með fangi undan hrútnum sem þær voru hjá. Einhverjir gera þetta eflaust viljandi og ætla sér að leiðrétta faðernið um sauðburðinn þegar í ljós kemur hverjar héldu en það getur gleymst. Öruggasta leiðin gagnvart villum er að skrá ekki fang á sæddar ær fyrr en þær eru bornar (nema menn séu 100% vissir um hvaða ær héldu). Upplýsingar um hjá hvaða hrút uppgöngurnar voru eftir sæðingu þurfa síðan að vera tiltækar.

fangskraning

Langflestir hafa þegar skráð sæðingar inn á Fjarvis.is og þær má skoða undir sæðingayfirlit. Í fangskráningunni er gluggi þar sem stendur sæðingahrútur. Ef klikkað er á örina við þennan glugga birtast allir hrútar sem notaðir voru í sæðingum ásamt dagsetningu sæðingar. Þegar klikkað er á einhvern hrútinn kemur upp í glugga merktur ær, hvað ær voru sæddar með viðkomandi hrút tiltekinn dag. Þær ær sem héldu með viðkomandi hrút skal færa yfir í gluggann valdar ær og fang þeirra staðfest með því að ýta á skrá. Fyrr hefur faðerni lamba, sem tilkomin eru með sæðingum, ekki verið staðfest. Ef rangt faðerni hefur verið skráð er best að leiðrétta það með því að fara í fangyfirlit og eyða fanginu (ýta á ). Þá kemur ærin aftur inn í fangskráninguna og hafi hún verið sædd er hægt að finna hana í glugganum sæðingahrútur.

skraning