Ný áburðarverðskrá Yara 2012

Sláturfélag Suðurlands hefur birt verð á Yara áburði fyrir árið 2012. Hækkun á milli ára er um 4% á N 27 og Opti NS en algengar NPK tegundir hækka um allt að 10 % og rúmlega það sumar, er þá miðað við lokaverð án allra afslátta. Ein ný tegund bætist við NPK 15-7-12, tegund sem er rík af fosfór og ætluð á t.d. nýræktir, korn og fóðurkál, þessi tegund er þó án kalks (Ca.) og annara snefilefna. Upplýsingar um framboð, verðskrá sem og pöntunarafslátt og staðgreiðsluafslátt má finna hér;
yara.is