Reglum um nýliðunarstyrki breytt.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur staðfest breytingu á reglum um nýliðunarstyrki í sauðfjárrækt.  Breytingin felst í því að hægt er nú að sækja um framlög fimm ár í röð í stað þriggja áður, þó aldrei lengur en út gildistíma núverandi sauðfjársamnings.

Þeir sem fengið hafa framlög þrisvar nú þegar, geta því sótt um tvisvar í viðbót.  Næsti umsóknarfrestur rennur út 1. mars 2011.  Auglýst verður eftir umsóknum í Bændablaðinu þegar nær dregur

Breytingin er gerð að tillögu samtaka ungra bænda, en var samþykkt af stjórnum Landssamtaka sauðfjárbænda  og Bændasamtaka Íslands og síðan staðfest af sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu eins og áður sagði.

Auglýsing um nýju reglurnar á vef Stjórnartíðinda.

(Af heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda, www.saudfe.is).