17 Vaxtarsprotar bætast í hópinn


Hópur fólks á Vesturlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátttakendur vinna allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangsefni m.a. á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu.
Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við fjölbreytta atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land.
Framkvæmd verkefnisins á Vesturlandi var unnin í samvinnu við Búnaðarsamtök Vesturlands, Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV Atvinnuráðgjöf) og Símenntunarmiðstöðina á Vesturlandi. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðningur svo sem námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja og einstaklingsbundin leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynntir.
Viðfangsefni þátttakenda
Þátttakendurnir sem nú ljúka námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins eru 17 talsins, og unnu að jafn mörgum verkefnum. Viðfangsefni þátttakenda voru eftirfarandi að þessu sinni:
Auk þeirra 17 þátttakenda sem ljúka námskeiðinu á Vesturlandi nýttu nokkrir aðilar sér hluta námskeiðsins.

Þátttakendur – Verkefni

Björk Harðardóttir, Ásvegi 9, 311 Hvanneyri
Uppspretta –Lífið og gleðin
matar- og handverkssamlag í Borgarfirði

Rósa Emilsdóttir, Sóltúni 3, 311 Hvanneyri
Silfurrós
Skartgripir úr silfri með öllu sem tilheyrir hestum. Bindisnælur, hálsmen, eyrnalokkar. silfurros@gmail.com

Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir, Grímsstöðum Reykholtsdal, 320 Reykholt
Tjald – og frístundasvæði að Grímsstöðum, Reykholtsdal.
Staður sem ferðast með þig aftur í tímann og vekur upp bernskuminningar. Óhefðbundið tjaldstæði í sögulegu umhverfi.

Pauline McCarthy, Skagabraut 25, 300 Akranesi
PROJECT 12
Ljósmynda- og listasamkeppni þar sem þátttakendur taka landslagsmynd kl. 12 á hádegi 12. dag hvers mánaðar ársins 2012. Viðfangsefnið er alltaf það sama en framrás tímans breytir ásýnd þess.

Unnur Ásta Hilmarsdóttir, Blönduhlíð Dalasýslu, 371 Búðardalur
Hurðarbak
Gisting í torfbæ í 19. aldar stíl, fjarri áreiti nútímans. Tækifæri til að ferðast aftur í söguna og upplifa og fræðast um aðstæður forfeðranna.

Magnús Hannesson, Eystri- Leirárgörðum Hvalfjarðarsveit, 301 Akranes
Bugavirkjun
Lítil vatnsaflsvirkjun er hagkvæmur kostur og í sátt við umhverfið. Afl einkum nýtt til eigin heimilis og rekstrar.

Laufey Valsteinsdóttir, Kvíum II Þverárhlíð, 311 Borgarnes
Prófarkalesarinn
Áreiðanleg og persónuleg þjónusta við nema og smærri fyrirtæki með vandvirkni, nákvæmni og skýrar verklagsreglur að leiðarljósi.

Ingunn Hrefna Albertsdóttir, Holti Snæfellsnesi, 311 Borgarnes
Ljósaskilti,
auglýsingamiðill í Holti á Vegamótum Snæfellsvegar og Vatnaleiðar

Valgerður Hrefna Birkisdóttir, Vegamótum Snæfellsnesi, 311 Borgarnes
Vegamót á Snæfellsnesi – þjónusta í þjóðbraut þvera
Mótel með 13 tveggja manna herbergjum með baði. Staðsetning við krossgötur er kjörin fyrir þá sem vilja upplifa undir Snæfellsness.

Þóra Kristín Magnúsdóttir, Hraunsmúla Staðarsveit, 356 Snæfellsbær
Íslenskar lækningajurtir
Bestu lyfin eru á næstu grösum s. 435 6706 eða 892 2986

Ragnhildur Sigurðardóttir, Álftavatni Staðarsveit, 356 Snæfellsbær
Sögufylgja
Sögufylgja les gamlar og nýjar sögur úr landslaginu á Snæfellsnesi og ljær ósýnilegu landslagi líf. Hægt er að velja um mismunandi útfærslur eða fá sérsniðna söguferð.
ragnhildur.umhverfi@simnet.is s. 848 2339

Katharina Kotschote, Hofsstöðum Eyja- og Miklaholtshreppi, 311 Borgarnes
Sveitaverslunin að Hofsstöðum
Verslun og vottað framleiðslueldhús. Afurðir búsins unnar og seldar beint frá býli auk umboðssölu á vörum annarra framleiðenda á svæðinu. S. 435 6870 eða 898 6870

Eygló Kristjánsdóttir, Stóra-Kambi Breiðuvík, 356 Snæfellsbær
Hestaleigan Stóra-Kambi
Sögutengdir reiðtúrar, boðið eru upp á eins og hálfs tíma og þriggja tíma ferðir. Riðið er í einstaklega fallegri náttúru með ströndinni og saga staðarins rakin. Í lengri ferðinni er boðið heimabakkelsi þegar heim er komið. Hestaleigan mun hefja starfsemi í júní 2012.

Ólína Gunnlaugsdóttir, Ökrum Hellnum, 356 Snæfellsbær
Samkomuhúsið á Arnarstapa
Hýsir ýmsa menningarstarsemi tengd svæðinu undir Jökli með áherslu á minja- og listsýningar. Veitingar sem byggja á íslenskri matarhefð. Upplýsingaþjónusta fyrir þá sem heimsækja Arnarstapa og nágrenni.

Á annað hundrað þátttakendur frá upphafi

Frá því að Vaxtarsprotaverkefnið hóf göngu sína hafa 164 manns lokið námskeiðum á vegum verkefnisins að þátttakendum á Vesturlandi meðtöldum. Þessir aðilar hafa unnið að 131 verkefni alls. Meiri hluti þessar verkefna eru ný af nálinni, en einnig hefur verið þó nokkuð um að forsvarsmenn starfandi fyrirtækja hafi nýtt sér verkefnið til frekari framþróunar á sinni starfsemi.
Uppskeruhátíð
Þann 6. desember næstkomandi verður haldin uppskeruhátíð á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á verkefnum þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu á Vesturlandi. Hátíðin verður haldin í félagsheimilin Breiðabliki á Snæfellsnesi og hefst kl. 15:00.

Fulltrúar fjölmiðla eru boðnir velkomnir á uppskeruhátíðina.

Frekari upplýsingar má nálgast hjá Erlu Sigurðardóttur, verkefnisstjóra hjá Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands, s. 522-9491 / 867-2669, erla.sig@nmi.is.