Reglugerðarbreytingar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur nýlega gert tvær reglugerðarbreytingar er varða sauðfjárrækt.

Annarsvegar varð gerð smávægileg breyting á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landssvæða.  Breytingin felst í því að nú er gerð krafa um að þeir sem óska eftir leyfi til að kaupa lömb skv. reglugerðinni þurfa að hafa skráð fjármark.
Hinsvegar var reglugerð nr. 423/1979 um varnir gegn útbreiðslu smitandi búfjársjúkdóma í Rangárvallasýslu felld niður.  Það er gert með hliðsjón af nýlegri endurskoðun á varnarlínum á svæðinu.