Nokkrir punktar:
· Námið er til tveggja ára, frá september fram í byrjun maí.
· Hægt er að taka það með vinnu þar sem um er að ræða bóklegt heimanám og verklegar helgar ca einu sinni í mánuði – auk æfinga heima fyrir.
· Fyrir alla eldri en 16 ára sem hafa áhuga á að bæta reiðmennsku sína og þekkingu og hafa reiðhross sem nýta má í námið.
· Ekki er gerð nein krafa um fyrra nám – en mikilvægt er að fólk kunnið á tölvur – netpóst, vafra o.fl.
· Námið gefur 33 framhaldsskólaeiningar og eykur hæfni fólks í reiðmennsku fyrir frekari vinnu með hross og ræktun. (sjá viðtöl við nemendur í Eiðfaxa nú í vor).
Námið er boðið fram á fimm stöðum nú í haust (fyrir utan þá tvo hópa sem eru í gangi í Rangárhöllinni og Hestamiðstöðinni Dal):
· Í reiðhöll Sörla í Hafnarfirði kennari: Reynir Örn Pálmason
· Reiðhöllinni á Flúðum Kennari: Ísleifur Jónasson
· á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði kennari: Reynir Örn Pálmason
· í Top Reiter höllinni á Akureyri kennari: Erlingur Ingvarsson
· í Faxaborg við Borgarnes Kennari: Nánar síðar.
Einnig verður nú í haust boðið fram þriðja árið innan Reiðmannsins í Hestamiðstöð LbhÍ á Miðfossum, vegna áskorana frá fyrsta útskriftarhópi Reiðmannsins vorið 2010. Kennari: Reynir Aðalsteinsson.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans ásamt umsóknareyðublaði má nálgast með því að smella hér.