Búnaðarsamtök Vesturlands

Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes

Skipulag sauðfjársæðinga 2009 – hrútakostur

Skipulag sauðfjársæðinga 2009 – hrútakostur

Nú styttist óðum í sauðfjársæðingarnar og menn bíða óþreyjufullir eftir hrútaskránni sem kemur væntanlega úr prentun um næstu helgi. Skráin verður þó væntanlega birt fyrr á heimasíðu BV, www.buvest.is. Hér að neðan er listi yfir þá hrúta sem í boði verða í vetur og hægt er að smella hér til að skoða skipulag sæðingadaga íRead more about Skipulag sauðfjársæðinga 2009 – hrútakostur[…]
Haustfundir BÍ – 5.-26, nóvember

Haustfundir BÍ – 5.-26, nóvember

Haustfundir Bændasamtaka Íslands hófust 5. nóvember sl. með fundi í Hlíðarbæ. Með því að smellahér má sjá nánari upplýsingar um fundina ásamt töflu þar sem sjá má stað- og tímasetningar allra funda haustsins. Bændur eru hvattir til að mæta á haustfundina en þar munu forsvarsmenn Bændasamtakanna fara yfir hvað samtökin hafa verið að fást viðRead more about Haustfundir BÍ – 5.-26, nóvember[…]
Rafræn kennslubók í sauðfjárrækt

Rafræn kennslubók í sauðfjárrækt

Á heimasíðu LbhÍ er hægt að nálgast rafræna útgáfu af kennslubók í sauðfjárrækt. Nýlega var bætt við kafla í bókina og fjallar hann um sögu sauðfjárræktar á Íslandi. Efni kaflans er tekið saman af Árna Bragasyni. Til að nálgast kennslubókina og aðrar rafrænar útgáfur LbhÍ, smellið hér.
Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um aðild til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum sem nálgast má með því að smella hér. Sækja skal um fyrir 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta ár. Gæðastýringarnámskeið: Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið.Read more about Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt[…]