Hér er vefútgáfan: https://www.rml.is/static/files/RML_saudfjarraekt/kynbotastarf/hrutaskra/hrutaskra_2019-20_vef.pdf Minnum á kynningarfundi um hrútakostina, þar verður hrútaskránni dreift. Einnig verður hægt að ná sér í eintak á skrifstofu BV á Hvanneyri og í KB Borgarnesi.
Viljum minna á að síðasti dagur til að skila inn umsóknum um og landgreiðslur og jarðræktarstyrki er núna þriðjudagurinn 1.október – en ekki 20. október eins og verið hefur. Frestur verður ekki framlengdur svo það er ekki eftir neinu að bíða með að klára jarðræktarskýrsluhaldið og sækja um styrki.
Skrifstofa Búnaðarsamtakanna verður lokuð frá 8.júli til 5. ágúst. Opnum aftur þriðjudaginn 6. ágúst. Ef um áríðandi erindi er að ræða má senda tölvupóst á atb@bondi.is eða hringja í síma 892 0517. Kúasæðingar verða með óbreyttu sniði.