Orðsending frá Bókhaldsþjónustu BV

Nú höfum við opnað aftur eftir sumarfrí og þá er gott að fara að huga að bókun virðisaukaskatts vegna tímabilsins janúar – júní 2017. Þeir sem nota okkar þjónustu eru beðnir um að skila inn gögnum við fyrsta tækifæri. Aftur viljum við benda á breytingu á mótframlagi í lífeyrissjóð, þar sem bændur / sjálfstæðir atvinnurekendur hafa val um að greiða áfram 8% eða hækka það í 10%. Séu þeir hinsvegar með launafólk er skylda að hækka mótframlagið í 10% frá og með 1. júlí 2017.