Búið er að kjósa nýja stjórn Bændasamtakanna. Haraldur Benediktsson var kjörinn formaður með öllum greiddum atkvæðum eða 45. Að auki voru kosnir sex fulltrúar í stjórn samtakanna. Alls gáfu ellefu þingfulltrúar kost á sér til stjórnarsetu. Úrslit kosninganna voru þau að Sveinn Ingvarsson í Reykjahlíð fékk 45 atkvæði, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum fékk 41 atkvæði, Sigurbjartur Pálsson á Skarði fékk 40 atkvæði, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir á Egilsstöðum fékk 40 atkvæði, Árni Brynjólfsson á Vöðlum fékk 23 atkvæði og Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum fékk 22 atkvæði. Aðrir sem í kjöri voru fengu minna. Einar Ófeigur Björnsson í Lóni var næstur inn í stjórn og hlaut 20 atkvæði. Þeir Haraldur, Sveinn, Jóhannes og Sigurbjartur sátu allir í síðustu stjórn Bændasamtakanna en þau Vigdís, Árni og Guðný Helga koma ný inn.
Uppstillingarnefnd gerði tillögu um varamenn stjórnar og var hún samþykkt með lófaklappi.
Varamenn eru eftirtaldir;
Guðný H. Jakobsdóttir fyrir Harald Benediktsson
Guðrún Lárusdóttir fyrir Guðnýju H. Björnsdóttur
Fanney Ólöf Lárusdóttir fyrir Jóhannes Sigfússon
Baldur Grétarsson fyrir Vigdísi M. Sveinbjörnsdóttur
Einar Ófeigur Björnsson fyrir Árna Brynjólfsson
Guðni Einarsson fyrir Sigurbjart Pálsson
Guðbjörg Jónsdóttir fyrir Svein Ingvarsson