Nytjaplöntur á Íslandi 2010 eru komnar á netið. Þar er yfirlit yfir þau yrki, sem mælt er með til ræktunar í landbúnaði, garðrækt og landgræðslu. Nokkur breyting og viðbót hefur verið gerð sérstaklega við kaflana um túngrös og korn til þroska. Tegundum og yrkjum er betur lýst og ræktunarmöguleikum gerð skil á grundvelli tilrauna undanfarinna ára. Ýtið hér til að sjá ritið.