Gagnagrunnur BÍ

Á síðasta ári hófu Bændasamtök Íslands á markvissa gagnasöfnun á rekstrargögnum frá bændum í gagnagrunn BÍ. Markmiðið með gagnagrunni BÍ er að bæta aðgengi hagsmunafélaga bænda að gögnum um rekstrarskilyrði og afkomu bænda og hefur það reynst vel m.a. í viðræðum við lánastofnanir um þróun á afkomu bænda. Það er því mikilvægt að bændur séu vel vakandi fyrir því að senda gögnin jafnt og þétt í grunninn og greiða þannig leið hagsmunafélaganna að raungögnum sem hægt er að styðjast við.
Við hvetjum bændur til að senda inn gögn sem allra fyrst. Leiðbeiningar um sendingu gagna má nálgast hér. Til þess að hægt sé að nálgast gögnin í gagnagrunninum þarf viðkomandi búrekstraraðili að senda upplýst samþykki til BÍ og má nálgast það hérna.