Skýrsluhald nautgriparækt.

0 (4)
Nú hafa verið birtar niðurstöðutölur skýrsluhalds2011 í nautgriparækt á vefnum á bondi.is Þegar skoðuð eru einstök svæði, þá eru kúabændur á Snæfellsnesi með hæstu meðaltalsafurðir á landinu eða 5.956 kg. Með hæstu afurðir á svæði BV er búið á Tröð hjá Steinari Guðbrandssyni með 7.383 kg pr. árskú, í 2. sæti á svæði BV er búið á Hraunhálsi hjá Jóhannesi Eyberg og Guðlaugu með 7.320 kg pr. árskú og í 3.sæti á svæði BV er búið í Miðdal í Kjós, hjá Guðmundi og Svanborgu með 7.075 kg pr. árskú og óskum við þeim til hamingju með góðan árangur.
Afurðahæsta kýrin á svæði BV árið 2011 var Tíund nr.279 í Leirulækjarseli ( faðir nr. 02032 Síríus ) og skilaði hún 11.836 kg mjólkur á árinu. Nánari niðurstöður skýrsluhaldsins á svæði BV verð birtar fljótlega hér á heimasíðunni. Þeir sem hafa aðgang aðhuppa.is geta sótt yfirlit með því að velja “uppgjör” og síðan “ársuppgjör” og þá sækir forritið pdf skjal sem hægt er að prenta út.