Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Matvælastofnun hefur birt niðurstöðu um tilboðsmarkað á greiðslumarki mjólkur en hann var haldinn þann 1. nóvember. Verð á greiðslumarki mjólkur hefur hækkað um 5 kr/líter frá 1. apríl síðastliðnum og er nú 290 kr/líter. Alls bárust 9 gild tilboð um sölu á greiðslumarki en 34 gild tilboð um kaup. Eftirspurn hefur dregist saman frá síðasta markaði en að sama skapi er framboð mun meira. Á síðu Matvælastofnunar má sjá nánari upplýsingar um þetta, með því að smella hér.