Kvótamarkaður í mjólk

Vakin er athygli á því að næsti kvótamarkaður í mjólk verður haldinn þann 1. nóvember næstkomandi. Þeir sem óska eftir að kaupa eða selja greiðslumark á markaðnum skulu skila inn til Matvælastofnunar tilboðum í lokuðu umslagi sem skulu tilgreina nafn og kennitölu tilboðsaðila, heimili og lögbýlisnúmer, netfang ef það er fyrir hendi og það magn og verð greiðslumarks sem boðið er til sölu eða leitað er eftir kaupum á. Tilboðin skulu hafa borist til Matvælastofnunar eigi síðar en þann 25. október þegar markaður er haldinn 1. nóvember. Nánari upplýsingar um kvótamarkaðinn er að finna á á heimasíðu Mast með því að smella hér.