Hrútar á Sauðfjársæðingarstöð Vesturlands 2011-2012

hr_bv_2011-2012
Sauðfjársæðingar munu hefjast frá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands þann 1. desember nk. og standa til 21. desember að undanskildum sunnudögunum 4. 11. og 18. des. Fyrstu þrír dagarnir þ.e. 1-3 des. verða sk. frjálsir dagar auk þess sem einhver svæði fá þessum dögum úthlutað. Verið er að vinna að endanlegu skipulagi og verður það birt fljótlega á heimasíðu BV. og í fréttabréfi. Hefðbundnir kynningarfundir eru fyrirhugaðir og verða auglýstir fljótlega. Eftirtaldir hrútar verða í boði hjá Sauðfjársæðingastöð Vesturlands að þessu sinni.