Námskeið LbhÍ – Tækni við áburðardreifingu

Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir námskeiðinu “Tækni við áburðardreifingu” þann 31. mars kl. 10:00-16:30 og verður námskeiðið haldið á Hvanneyri.

Farið verður yfir helstu undirstöðuatrið er lúta að áburðardreifingu með þyrildreifurum. Kynntar verða mismunandi aðferðir við stillingu á magni og aðferðir við dreifingu meðfram skurðum. Fjallað verður almennt um aksturslag við dreifingu og kynnt verða helstu hjálpartæki við það þ.á.m. GPS búnaður. Bakkaprófun dreifara gerð ítarleg skil og einnig verður leitast við að skoða hagfræðilegu rökin fyrir því að vanda áburðardreifingu. Áhersla verður lögð á að mikilvægi vandaðra vinnubragða við áburðardreifingu.

Kennarar: Haukur Þórðarson verkefnisstjóri á búrekstrarsviði LbhÍ og Óðinn Gíslason bútæknifræðingur.
Staður og stund: Þri. 31. mars kl. 10:00-16:30 (8 kennslustundir) á Hvanneyri.
Verð: 14.500.-

Skráningar: endurmenntun@lbhi.is (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000/8435302.
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 2.500 kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Starfsmenntasjóður bænda veitir styrki, gegn umsóknum, til endurmenntunar starfandi bænda (www.bondi.is)

Við viljum vekja athygli á fjölda námskeiða sem haldin eru á vegum LbhÍ á næstunni. Með því að smella hér má sjá ýtarlegan lista yfir námskeiðin.