Niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt

Guðlaug og Jóhannes Eyberg Hraunhálsi
Guðlaug og Jóhannes Eyberg Hraunhálsi

Hraunháls í Helgafellssveit með næst mestu afurðir eftir árskú á landsvísu 7.674 kg/árskú og þar er einnig kýrin Hin 234 sem skilar mestu magni verðefna eða 1.001.kg MFP sem er nýtt íslandsmet

Mestu afurðirnar eru hjá Daníel Magnússyni í Akbraut 8.159 kg/árskú og er þetta nýtt met.

Afurðahæsta kýr landsins í fyrra ef miðað er við mjólkurmagn reyndist vera Örk 166 á Egg í Hegranesi en þessi Almarsdóttir 90019 mjólkaði 12.851 kg mjólkur. Örk 166 er fædd á Hamri í Hegranesi og er móðir Hegra 03014 sem bíður afkvæmadóms.
Næst afurðahæst er Huppa 094 á Káranesi í Kjós. Huppa sem er dóttir Vita 99016 mjólkaði 12.646 kg.
Þriðja í röðinni varð svo Branda 188 Búradóttir 94019 á Efra-Ási í Hjaltadal og mjólkaði hún 12.618 kg.
Afurðahæst hér á Suðurlandi og fjórða á landsvísu reyndist vera Blúnda 468 á Helluvaði á Rangárvöllum, dóttir Káts 99012. Hún mjólkaði 12.600 kg á síðasta ári og hefur á síðustu þremur árum mjólkað 37,5 tonn. Þess má geta að hún á Íslandsmetið sem er 13.327 kg.

Niðurstöður skýrsluhaldsins er að finna á vef Bændasamtakanna með því að hér