Námskeið LbhÍ: Betri fjós

Eins dags námskeið fyrir kúabændur sem byggir á uppgjöri rannsóknarverkefnisins Betri fjós, sem nú er nýlokið.

Á námskeiðinu verður farið yfir nýjungar á sviði húsbygginga, innréttinga og fóðrunartækni í fjósum. Farið verður yfir ýmsa þætti varðandi mjaltaaðstöðu og tækni, bæði fyrir mjaltagryfjur og mjaltaþjóna. Þá verður varið drjúgum hluta námskeiðsins í að fara yfir reynslu hérlendra bænda af nýbyggðum fjósum og hvað þeir telja að skuli varast og hvað hafi tekist sérlega vel.

Þetta er námskeið sem á erindi til allra kúabænda sem hafa staðið í framkvæmdum, eru að standa í framkvæmdum eða eru að huga að framkvæmdum.

Kennari: Snorri Sigurðsson, ráðgjafi hjá Videncenteret for landbrug í Danmörk.

Tími: fim. 22. mar. kl. 10:00-17:30 (9 kennslustundir) á Stóra-Ármóti

Verð: 14.000 kr (kennsla, gögn og veitingar) Skráningarfrestur til 15. mars

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 4.000 kr (óafturkræft) á reikninginn 0354-26-4237, kt. 411204-3590. Senda kvittun á endurmenntun@lbhi.is

Nánari upplýsingar og yfirlit yfir námskeið LbhÍ má sjá með því að smella hér.