Matjurtaræktarverkefnið “Hollur er heimafenginn baggi” heppnaðist vel

matjurt
Aðalmarkmið þessa verkefnis er að hvetja ábúendur lögbýla á starfssvæði BV til að auka ræktun útimatjurta til heimanota og jafnvel sölu. Einkum er horft til ræktunar á grænmeti og berjum sem ekki þarf að rækta í upphituðum gróðurhúsum til að ná viðunandi árangri, t.d. kartöflur, gulrófur, gulrætur, káltegundir, salat, spínat, lauktegundir, kryddjurtir, jarðarber og berjarunnar. Framlag BV felst í eftirfarandi:

· Almennar leiðbeiningar í matjurtarækt og ábendingar um meira lesefni.
· Heimsókn í apríl þar sem aðstæður er skoðaðar og farið yfir ræktunaráform sumarsins.
· Fyrirspurnum sem berast í tölvupósti eða síma svarað jafnóðum frá febrúar til ágúst. Spurningar og svör jafnvel send á alla þátttakendur.
· Heimsókn í ágúst þar sem litið er á árangur ræktunar, rætt um vandamál ef upp koma og ræktendur hvattir til dáða.

Þátttakendur greiða þátttökugjald, reiknað sem fimm klst vinna samkvæmt gjaldskrá BV fyrir bændur á þjónustusvæðinu.

Nú í ár skráð ábúendur 11 lögbýla á starfssvæðinu sig til þátttöku og voru með einhverja matjurtarækt í sumar. Umfang og árangur ræktunar aðeins breytilegur en í mörgum tilfellum tókst ræktun vel þó svalt væri framan af og allt sumarið óvenju þurrt. Í ráði er að bjóða upp á þetta verkefni áfram.

Umsjónarmaður er Árni B. Bragason.

Myndir sem teknar voru hjá þátttakendum nú í sumar er hægt að skoða með því að smella hér.