Lífeyrissjóður bænda býður óverðtryggð lán

Á heimasíðu Lífeyrissjóðs bænda kemur fram að lífeyrssjóðurinn hefur ákveðið að bjóða sjóðfélögum upp á óverðtryggð lán, fyrstur lífeyrissjóða á landinu. Um er að ræða veðlán og er hámarkslánsfjárhæð tíu milljónir króna með lánstíma til allt að fimm ára. Lánin eru veitt meðal annars til tækjakaupa og framkvæmda.

Þá var tekin sú ákvörðun á stjórnarfundi lífeyrissjóðsins 25. febrúar 2011 að gefa sjóðfélögum kost á verðtryggðum lánum með ákvæðum um fasta vexti en fram til þessa hafa öll verðtryggð lán verið með breytilegum vöxtum.

Nánari upplýsingar um verðtryggð og óverðtryggð lán hjá Lífeyrissjóði bænda má nálgast á heimasíðu sjóðsins lsb.is
Lánareglur lífeyrissjóðs bænda má nálgast með því að smella hér.