Félag Ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum stendur fyrir félagsmálanámskeiði mánudaginn 28. mars kl. 16.00 í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri.
Námskeiðið er haldið af Sigurði Guðmundssyni og er hluti af félagsmálaátaki sem Bændasamtök Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands stendur fyrir.
Markmið námskeiðisins er að efla okkur í félagsmálum svo sem ræðumennsku, fundarsköpum og fleiru.
Námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga hvort sem þeir eru í FUBVV eða ekki. Námskeiðið stendur í um 3-4 tíma en FUBVV býður þátttakendum upp á pizzuveislu í hléi!
Námskeiðið er bæði mjög skemmtilegt og gagnlegt og hvetjum við alla félagsmenn okkar sem og aðra til að slást í hópinn og mæta á námskeið!
Nánari upplýsingar um námskeiðið má nálgast með því að smella hér.
Mikilvægt er að þeir sem hafa áhuga láti Kjartan vita á netfangið nem.kjartang@lbhi.is eða í síma 8478408