Matvælaframleiðsla morgundagsins – fyrirlestur Julian Cribb 17. október.

Mánudaginn 17. október var haldinn fyrirlestur af Julian Cribb í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar. Húsfyllir var á fyrirlestrinum og bar hann yfirskriftina Matvælaframleiðsla morgundagsins. Í fyrirlestri sínum fór Cribb yfir þær miklu ákskoranir sem felast í því að brauðfæða ört fjölgandi mannkyn með minnkandi vatni, þverrandi olíu, við landeyðingu og efnahagslega örðuleika auk annars. Í frétt á heimasíðu Bændablaðsins má sjá umfjöllun um fyrirlesturinn og einnig má nálgast þar upptöku af fyrirlestrinum, glærur sem Cribb studdist við og að auki umræður sem urðu eftir fundinn.

Fyrirlestur Julian Cribb
Glærur
Umræður eftir fundinn