Héraðssýning kynbótahrossa á Vesturlandi verður að Mið-Fossum, Borgarfirði dagana 4.-8. júní næstkomandi.
Tekið er við skráningum hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands dagana 23.-25. maí í síma 437-1215 frá kl. 08.00-16.00. Við skráningu þarf að koma fram:
– Númer, nafn og uppruni hrossanna
– Nafn, kennitala og sími knapa
– Nafn og kennitala greiðanda.
Sýningargjald á hvert hross er kr. 18.500,- fyrir fulldæmd hross en kr. 13.500 fyrir hross sem aðeins er skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm. Hafi hross verið fulldæmt á almanaksárinu getur eigandi valið að láta nýjasta byggingardóm úr fullum dómi standa við endursýningu.
Ef sýningin fyllist verður lokað fyrir skráningu (þó svo skráningafrestur sé ekki útrunninn) og hross tekin niður á biðlista.
Sýningargjöld skal greiða á reikning nr. 0354-26-100, kt.: 461288-1119. Ef greitt er í gegnum netbanka þarf að senda greiðslukvittun á netfangið bv@bondi.is. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og númer hrossa sem greitt er fyrir. Ef ekki er greitt í gegnum netbanka, er mikilvægt að faxa greiðslukvittun á númerið 437-2015.
Endurgreiðsla á sýningargjöldum kemur aðeins til greina ef:
– Látið er vita um forföll fyrir kl.16:00 síðasta virka dag fyrir sýningu sem er föstudagurinn 1. júní.
– Slasist hross eftir það er hægt að framvísa læknisvottorði til að fá sýningargjaldið endurgreitt.
Hafi greiðsla ekki borist fyrir lok dagsins 25. maí verður viðkomandi hross ekki skráð á sýninguna. Eftir þann dag verður byrjað að taka inn hross af biðlista.
Við skráningu þurfa eftirfarandi atriði að vera í lagi:
– Öll hross sem koma til kynbótadóms skulu vera grunnskráð í WorldFeng og einstaklingsmerkt með örmerki.
– Allir stóðhestar sem koma til dóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra, s.s. þess er krafist að allir stóðhestar hafi sannað ætterni.
– Úr stóðhestum 5 vetra og eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni.
– Röntgenmyndir þurfa að hafa verið teknar af hæklum allra stóðhesta sem náð hafa fimm vetra aldri. Hestur hlýtur ekki dóm nema myndataka hafi farið fram og niðurstöður liggi fyrir í Worldfeng.
– Hófar mega ekki vera lengri en 9,0 cm. Undantekningar frá þessari reglu má gera þegar hæð á herðar mælist 137-144 cm, mælt með stangarmáli, en þá má hóflengd vera allt að 9,5 cm og ef hæðin er 145 cm eða meira má hóflengdin vera allt að 10,0 cm. Ekki má muna meira en 2 cm á lengd fram- og afturhófa.
– Hámarksþykkt skeifna er 8 mm og hámarksbreidd 23 mm. Sama breidd skal vera á fram- og afturfótaskeifum en mest má muna 2 mm í þykkt. Skeifurnar skulu vera samstæðar og úr samskonar efni.
Vel getur verið að það þurfi að fækka eða fjölga dögum þegar ljóst er hversu mörg hross eru skráð á sýninguna.
Knapar og hrossaeigendur eru hvattir til að kynna sér reglurnar um kynbótasýningar í heild á heimasíðu Bændasamtaka Íslands www.bondi.is.