Uppgjör nautgriparæktarinnar fyrir apríl

Nú er apríl uppgjör nautgriparæktarinnar komið á vefinn. Helstu niðurstöður eru þær að meðalnytin hækkar frá síðasta uppgjöri og er landsmeðaltaið nú 5.564 kg.

Hæsta meðalnyt landsins er á bænum Hóli í Sæmundarhlíð með 7.865 kg eftir árskú. Hér á svæði Búnaðarsamtaka Vesturlands fer nytin einnig hækkandi og sem dæmi má nefna að nú eru 4 bú með meðalnyt yfir 7000 kg. en voru 3 um síðustu áramót. Það eru nú 26 bú með meðalnyt yfir 6000 kg. en þau voru 24 um síðustu áramót. Með hæstu meðalnytina á svæði BV er Hraunháls á Snæfellsnesi með 7.450 kg. eftir árskú.

Hér að neðan má sjá 10 hæstu búin á svæði BV, nánari upplýsingar má finna með því að smella hér.

10_haestu_buBV_april2012Bent er á að hver og einn bóndi sem hefur aðgang að huppa.is getur sótt sínar niðurstöður eftir hvern mánuð, undir liðnum uppgjör en þar er hægt að kalla fram yfirlit búsins ásamt yfirliti yfir allar kýr búsins.