Frá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands


Yfirlit allra námskeiða Endurmenntunar LbhÍ má sjá á heimasíðu LbhÍ með því að smella hér.
Æskilegt er að skrá sig með minnst viku fyrirvara, nema annað sé auglýst.

Tögl- frá sterti til handverks  – Námskeið fyrir áhugafólk um nýtingu náttúrulegs hráefnis í handverk, sem og leiðbeinendur um hvers konar handavinnu.
Markmið: Að þátttakendur tileinki sér rétt vinnubrögð við meðhöndlun á töglum beint frá sláturhúsi, þvo og flokka hárin i hráefni sem nota má i handverk. Farið yfir þau hráefni, sápur og tæki og tól sem til staðar þurfa að vera. Að lokum farið í nokkrar fínlegar fléttutegundir sem nýtast í mismunandi handverk.

Kennari: Lene Zachariassen hagleikskona.

Tími: (Tvö námskeið)
·         Fös. 4. maí., kl. 13:00-18:30 og lau. 5. maí., kl. 9:00-17:00 (16,5 kennslustund) hjá LbhÍ á Hvanneyri. Laust sæti
·         fös. 11. maí., kl. 13:00-18:30 og lau. 12. maí., kl. 9:00-17:00 (16,5 kennslustund) hjá LbhÍ á Hvanneyri. Laust sæti
Verð: 25.500 kr. (Kennsla, gögn og veitingar)

Fjárhundar I  –   Námskeiðí samvinnu við Smalahundafélag Íslands – www.smalahundur.123.is
Námskeiðið er ætlað þeim er vilja læra undirstöðuatriði við tamningu fjárhunda.

Þátttakendur vinna með eigin hund á námskeiðinu. Hópnum er skipt upp í tvennt með sameiginlegri bóklegri stund á milli vinnustunda. Kennslan er þó að mestu verkleg með nokkrum stuttum vinnustundum. Námskeiðið nýtist eigendum Landamæra-Collie (Border-Collie) hunda best en eigendur annarra hunda geta einnig haft gagn af námskeiðinu. Hundar sem koma á námskeiðið skulu vera bólusettir við smáveirusótt (smitsjúkdómur) og skal bólusetningin ekki vera eldri en 2 ára og ekki yngri en 10 daga. Hugsanleg smithætta er á ábyrgð hundaeigenda. Hundar skulu einnig vera ormahreinsaðir og skal sú hreinsun ekki vera eldri en 12 mánaða. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 12 og lágmarksaldur hunda er 6 mánaða.

Umsjón og kennsla: Gísli Þórðarson frá Mýrdal II á Snæfellsnesi.
Tími : 2 dagar.  Mán. 18. jún. 10:00-18:00 og þri. 19. jún., kl 09:00-17:00 (20 kennslustundir) í Mýrdal II, Snæfellsnesi  – með fyrirvara um breytingar.
Verð: 27.500 kr. per þátttakanda. (kennsla og veitingar)

Fjárhundar II   –  Námskeið í samvinnu við Smalahundafélag Íslands – www.smalahundur.123.is.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa sótt grunnnámskeið í  tamningu fjárhunda og vilja bæta við sig framhaldsnámskeiði.

Þátttakendur vinna með eigin hund á námskeiðinu. Kennsla er að mestu verkleg en að auki eru haldnir fyrirlestrar um notkun fjárhunda. Námskeiðið nýtist eigendum Landamæra-Collie (Border-Collie) hunda best en eigendur annarra hunda geta einnig haft gagn af námskeiðinu. Hundar sem koma á námskeiðið skulu vera bólusettir við smáveirusótt (smitsjúkdómur) og skal bólusetningin ekki vera eldri en 2 ára og ekki yngri en 10 daga. Hugsanleg smithætta er á ábyrgð hundaeigenda. Hundar skulu einnig vera ormahreinsaðir og skal sú hreinsun ekki vera eldri en 12 mánaða. Hámarksfjöldi þátttakenda á hvert námskeið er 12 og lágmarksaldur hunda er 6 mánaða.

Umsjón og kennsla: Gísli Þórðarson frá Mýrdal II á Snæfellsnesi.
Tími:  1 dagur. Fim. 21. jún.  kl 10:00-18:00 (10 kennslustundir) í Mýrdal II, Snæfellsnesi  – með fyrirvara um breytingar.

Verð: 18.500.- (Kennsla og veitingar)