Haustfagnaður FSD 26.-27. október 2012

Föstudagur 26.október

Kl. 14:00 Lambhrútasýning í Dalahólfi og opin fjárhús á Valþúfu á Fellsströnd.

Að Valþúfu mæta til leiks best dæmdu lambhrútar í Dalahólfi og gefst okkur gott tækifæri til að koma og líta á þá, jafnvel fá aðeins að pota í þá, þukla og dæma eftir okkar ágæta höfði. Að Valþúfu eru hefðbundin fjárhús með görðum. Hrútadómarar verða þeir Árni B Bragason og Lárus G Birgisson.

Laugar í Sælingsdal

Kl. 19:30.opnar húsið á hina geysivinsælu sviðaveislu með hagyrðingum og dansleik.

Í boði verða köld, söltuð, reykt svið, sviðalappir og fl. tengt sviðaveislu. Hagyrðingar verða Jóhannes Sigfússon Gunnarsstöðum, Ágúst Marinó Ágústsson Sauðanesi, Sigrún Haraldsdóttir Reykjavík, Jón Ingvar Jónsson Reykjavík. Stjórnandi verður séra Hjálmar Jónsson. Álftagerðisbræður koma og taka lagið. Um dansleikinn sér Hjónabandið úr Dýrafirðinum. Já nú skal sko dustað rykið af gömlu og góðu dansskónum. 16 ára aldurstakmark er á dansleik. Miðapantanir á sviðaveisluna fara fram hjá Gunnu á Háafelli í síma: 866-5194, 434-1368 eða kindur@simnet.is til og með mánudagsins 22. október. Aðgangseyrir er 5.000 kr. Forsala á sviðaveislu verður í Rauðakrosshúsinu miðvikudaginn 24. október frá kl 15:00 til 17:00.

Í tengslum við sviðaveislu verður Hótelið að Laugum opið, gisting með morgunmat í tvíbýli kostar 13.400 kr en einbýli 9.700 kr. Bókun hótelherbergja er hjá Önnu Möggu í síma 861-2660 fyrir 23. október.

Laugardagur 27. október

Kl. 10:00 Lambhrútasýning í Vesturlandshólfi og opin fjárhús að Bæ í Miðdölum

Þar mæta til sýnis og dóms best dæmdu lambhrútar sýslunnar í Vesturlandshólfi. Endilega komið, brettið upp ermarnar og þuklið aðeins á þessum gripum og vitið hvort þið séuð sammála endanlegum dómum sem kveðnir eru upp af þeim Lárusi og Árna B. Að Bæ eru fjárhús með görðum og gjafagrindum.

Kl. 10:00 Opna UDN hrútamótið í innanhúsknattspyrnu að Laugum í Sælingsdal.

Þar er öllum frjálst að mæta með sitt lið og sýna getu, færni og prúðmennsku sinna manna. Allar nánari upplýsingar og skráning er hjá Sigga Bjarna í síma 844-6908 og Magnúsi Bjarka í síma 868-4075 fyrir 26. október.

Reiðhöllin opnar kl.13:00

kl. 14:00 Meistaramót Íslands í rúningi. Þar leiða saman klippur sínar heitustu og sveittustu rúningsmenn og konur landsins. Nú er bara að spýta í lófana, brýna kambana, skrá sig og það kemur í ljós hvar þú stendur meðal okkar fremstu klippara. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann besta. Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi 22. október til Hönnu Siggu á netfangið hannasigga@audarskoli.is eða Jón Egill í síma 848-8918 eða á netfangiðbjargeys@simnet.is . Úrslit og verðlaunaafhending verða að keppni lokinni.

Kl.14:30 Ullarmatskynning á vegum Ístex.
Kl.13:00- Ullarvinnsla
Þar sem konur úr héraði verða með sýningu á ullarvinnslu og hægt verður að taka í rokk!

Kl.13:00- 15:30 hönnunarsamkeppni FSD og Ístex. Hönnunarsamkeppni í tengslum við haustfagnað FSD fyrsta vetrardag. Í ár snýst keppnin um að hanna og framleiða úr íslenskri ull. Þá er bara að láta hugmyndaflugið njóta sín og hefjast handa við að prjóna, hekla, sauma, þæfa, gimba, vattarsauma eða hvaða þá tækni sem fyrir valinu verður og hefjast handa. Skráning í hönnunarsamkeppnina verður í Reiðhöllinni. Úrslit verða kynnt í samstarfi við Ístex um kl 16:00.

Kl. 13:00 Vélasýning. Þar koma saman nokkur fyrirtæki og sýna okkur helstu og nýjustu tæki og tól sem viðkoma landbúnaðarstörfum.

Kl.13:00 markaður opnar.
Markaður fyrir handverk og heimatilbúin matvæli.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með vörur á markaðinum er bent á að hafa samband við Hönnu Siggu í síma 847 9598 eða á netfangið hannasigga@audarskoli.is.

Kl.14:00-16:00 Barnadagskrá þar sem félagar úr reiðhallar félaginu Nesodda munu vera með afþreygingu fyrir börn.

Bændafitness í umsjá Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Kvenfélagið Þorgerður Egilsdóttir verður með veitingasölu.

Kl.18:30 í Dalabúð grillveisla og verðlaunaafhending. þar munu kokkar frá Meistarakokkafélagi Íslands grilla íslenskt lambakjöt. Bestu lambhrútarnir í Dalasýslu verða verðlaunaðir, verðlaunaðar verða bestu ærnar úr árgangi 2007. Grín, söngur og gaman verður einnig á matseðlinum. Aðgangseyrir 1.500 kr. á mann, en frítt fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum.

Kl. 00:00. Í Dalabúð
Lýkur svo hefðbundinni dagsská Haustfagnaðar með stórdansleik þar sem stuðboltarnir Hvanndalsbræður munu sjá um að halda uppi fjörinu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 3000 kr. 16 ára aldurstakmark.

Nánari upplýsingar á www.dalir.is og á facebook síðunni okkar Félagsauðfjárbænda í Dalasýslu.

Opið verður hjá handverkshópnum Bolla föstudaginn 26. okt 12:00- 18:00, laugardaginn 27. okt 10:00-18:00, sunnudaginn 28. okt 12:00- 18:00.

Samkaup býður ykkur velkomin á Haustfagnað FSD
Opið föstudaginn 26. okt 09:00-21:00, laugardaginn 27. okt 10:00-20:00 og sunnudaginn 28. okt 10:00-21:00. Heitur matur í hádeginu laugardaginn 27. okt frá kl 11:30 til 15:00.
Grillið opið alla helgina, en lokar klukkutíma fyrir lokun.

KM þjónustan.
Laugardaginn 27. okt verður opið í KM þjónustunni frá kl. 13:00 -17:00.

Hlökkum til að sjá ykkur
Góða skemmtun!
Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu.
Munum að klæða okkur eftir veðri. Ullin yst sem innst, það er allra best.

Helstu samstarfs og styrktaraðilar hátíðarinnar eru:
Dalabyggð, KS Sauðárkróki, Sláturfélag Suðurlands, SAH afurðir, Jón bóndi, Ístex, KM þjónustan, Rjómabúið Erpsstöðum, Radisson SAS, Landssamtök sauðfjárbænda, Meistarakokkafélag Íslands, Búnaðarsamtök Vesturlands.