Framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands – breyting


Sigríður Jóhannesdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri BV síðan 1.desember 2007 hefur látið af störfum hjá BV frá og með 1. ágúst síðastliðnum og flutt búferlum norður í Þistilfjörð á sínar æskustöðvar. Hún tekur við starfi skrifstofustjóra Langanesbyggðar þann 1. september næstkomandi.

Fyrirhugaðar eru töluverðar breytingar á ráðunautaþjónustu í landinu jafnvel um næstu áramót og hefur stjórn BV ákveðið að ráða ekki framkvæmdastjóra í fullt starf þar til niðurstöður liggja fyrir úr þeirri vinnu.

Þann 20. ágúst tekur Guðmundur Sigurðsson ráðunautur við stöðu framkvæmdastjóra BV til áramóta. Guðmundur verður í 50% starfi fram að áramótum en hann sinnir jafnframt störfum sínum hjá Vesturlandsskógum áfram í um 50% starfi. Guðmundur er bændum á starfssvæði BV að góðu kunnur. Hann starfaði um árabil hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og var síðan framkvæmdastjóri BV frá stofnun til ársins 2001. Guðmundur verður með viðveru á skrifstofu BV á mánudögum en á öðrum tíma má ná í hann í síma eða hafa samband í gegnum tölvupóst.

Stjórn og starfsfólk BV vill nota þetta tækifæri og þakka Sigríði gott og ánægjulegt samstarf síðustu ára um leið og við óskum henni og fjölskyldu hennar velfarnaðar í Þistilfirðinum.

Þá er Guðmundur boðinn hjartanlega velkominn til starfa að nýju hjá BV!

Stjórn BV