Aðalfundur BV 2012 – Guðný H. Jakobsdóttir endurkjörin formaður BV

Aðalfundur BV 2012 – Guðný H. Jakobsdóttir endurkjörin formaður BV

Aðalfundur BV var haldinn miðvikudaginn 18. arpíl s.l. Á fundinn mættu 57 fulltrúar og gestir.
Sigríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri greindi frá niðurstöðum ársreiknings en hagnaður var á rekstri BV árið 2011 kr. 4.347.553 sem er mikill viðsnúningur frá árinu áður.

Fyrir fundinum lá tillaga millifundanefndar og stjórnar BV um breytingar á samþykktum og var hún samþykkt. Nýjar samþykktir verða kynntar hér á heimasíðunni um leið og þær hafa öðlast staðfestingu Bændasamtaka Íslands.
Á fundingum störfuðu 5 nefndir, allsherjarnefnd, búfjárræktarnefnd, félagsmálanefnd, fjárhagsnefnd og jarðræktar- og umhverfisnefnd. Sjá má tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum í skjali sem fylgir með fréttinni.

Á fundinum var kosið til búnaðarþings fyrir árin 2013-2015. Kosningu hlutu:
Dalasýsla: Aðalmaður, Guðmundur Gunnarsson Kjarlaksstöðum. Varamaður,Valberg Sigfússon Stóra Vatnshorni. Hörður Hjartarson Vífilsdal, gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Snæfellsnes: Aðalmaður, Guðný H. Jakobsdóttir. Varamaður Þröstur Aðalbjarnarson Stakkhamri.
Mýrasýsla: Aðalmaður, Pétur Diðriksson Helgavatni. Varamaður, Þórhildur Þorsteinsdóttir Brekku.
Borgarfjarðarsýsla: Aðalmaður, Haraldur Benediktsson Vestri- Reyni. Varamaður, Daníel Ottesen Ytra-Hólmi.

Guðný H. Jakobsdóttir Syðri-Knarrartungu var endurkjörin formaður og er stjórnarskipan óbreytt frá fyrra ári. Auk Guðnýjar skipa stjórnina: Daníel Ottesen Ytra- Hólmi, Þórhildur Þorsteinsdóttir Brekku, Kristján Magnússon Snorrastöðum og Valberg Sigfússon Stóra-Vatnshorni.

Varamenn í stjórn eru: Halla Steinólfsdóttir Fagradal, Einar Örnólfsson Sigmundarstöðum, Guðbrandur Guðbrandsson Staðarhrauni, Gunnar Guðbjartsson Hjarðarfelli og María Líndal Neðri-Hundadal.

Hægt er að skoða þær tillögur sem samþykktar voru á aðalfundinum með því að smella hér.