Fóðuráætlanir og heyefnagreiningar 2012


Enn og aftur viljum við hvetja bændur til að taka heysýni svo að þeir eigi auðveldara með að átta sig á efnainnihaldi fóðurs og gera áætlanir fyrir komandi vetur í samræmi við það. Fóðuráætlanagerð á vegum BV verður einungis í boði fram í miðjan nóvember 2012. Vegna þess er mikilvægt að senda fóðursýnin í greiningu sem allra fyrst, svo að niðurstöður skili sér ekki of seint. Eftir miðjan nóvember mun Berglind Ósk Óðinsdóttir hjá BÍ taka við NorFor- fóðuráætlanagerð fyrir kúabændur á Vesturlandi.

Þeir bændur sem óska eftir að fá NorFor fóðuráætlun í haust eru beðnir um að hafa samband við Lenu hjá BV í síma 437 1215 eða með tölvupósti á netfangið lr@bondi.is.