Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur


Áætlað er að halda námskeið á vegum Vinnueftirlitsins, á Hvanneyri í byrjun nóvember. Námskeiðið er bóklegt og veitir bókleg réttindi til að stjórna dráttarvélum og lyfturum. Námskeiðið er hefðbundið vinnuvélanámskeið en er aðlagað að þörfum bænda. Þótt námskeiðið sé aðlagað bændum eru allir áhugasamir velkomnir. Verð: 25.600 kr. Námskeiðið er styrkhæft hjá Starfsmenntasjóði landbúnaðarins.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu BV í síma 437 1215.