LbhÍ tekur þátt í fjölþjóðlegu samstarfi um fræðslu fyrir sauðfjárbændur, Sheepskills. Umsjónarmaður þessa samstarfs hér á landi er Ragnhildur Sigurðardóttir. Búnaðarsamtök Vesturlands hafa gengið til samstarfs við LbhÍ við framkvæmd verkefnisins.
Þriðjudagskvöldið 16. nóvember var haldinn fræðslufundur hjá LBHÍ á Hvanneyri um frjósemi og sæðingar sauðfjár. Fundinn sóttu um 80 manns, sauðfjárbændur úr Borgarfirði, Dölum og af Snæfellsnesi. Á fundinum fjallaði Árni B. Bragason um áhrif umhverfisþátta á frjósemi og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson fjallaði um kynbætur og áhrif erfða á frjósemi. Þátttakendur fengu lesefni og spurningar sem tengjast efninu til að skoða heima.
Í næstu viku verða haldnir þrír fundir, einn í hverju héraði og þar verða til umfjöllunar og umræðu helstu áhrifaþættir á árangur sauðfjársæðinga. Jafnframt gefst þar tækifæri til ræða saman um efni fyrri fundar og spurningarnar sem þáttakendur fengu með sér heim.
Dalamenn hittast í Leifsbúð 22. nóvember kl 20
Borgfirðingar hittast hjá LBHÍ á Hvanneyri 23. nóvember kl 20
Snæfellingar hittast í Breiðabliki kl 20
Ragnhildur Sigurðardóttir, Eyjólfur Kristinn Örnólfsson og Árni B. Bragason mæta á alla fundina.
Hér má sjá kynningu á fræðslufundunum.